Þegar skuldir ríkisins nálgast tvö þúsund milljarða er ljóst að ekki verður undan því vikist að endurmeta allan rekstur í því skyni að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og lækka skuldir.
Fjórir milljarðar króna fara í þróunaraðstoð á þessu ári, þar af renna um 1.800 milljónir til verkefna og starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar. Ef það á að skattleggja íslenska þegna til að bæta lífskjör í öðrum löndum, má spyrja hvort það þurfi sérstaka ríkisstofnun með tugum starfsmanna og tilheyrandi umsýslukostnaði til þess arna? Má ekki bara leggja stofnunina niður og nýta fjárframlögin betur, t.d. með samstarfi við erlendar þróunarstofnanir og viðurkennd samtök sjálfboðaliða? Minni umsýslukostnaður leiðir væntanlega til betri nýtingar fjárins í þágu hinna snauðu.
http://www.ruv.is/frett/throunaradstod-fer-i-heilbrigdiskerfid