Í stað þess að bæta verkstjórn og koma þörfum málum í framkvæmd, er meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn mjög upptekinn við að skipa stýrihópa.
Á fyrstu átta mánuðum kjörtímabils vinstri meirihlutans í Reykjavík voru skipaðir 74 starfs- og stýrihópar. Þegar borgarstjóri afsakar klúður eða aðgerðaleysi, vísar hann gjarnan til þess að hópur skriffinna sitji í einhverjum stýrihópnum, sem muni bráðum skila glæsilegri stefnu í viðkomandi máli.
Einu sinni voru bara skipaðar nefndir, síðan starfshópar, þá aðgerðahópar en nú er enginn vinstri maður með mönnum nema hann stjórni stýrihópi. Má ekki kalla þetta stýrihópastjórnun?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/03/74_styrihopar_a_8_manudum/
Kjartan Magnússon
Frumkvæði, þekking og reynsla