Bernhöftsbakarí, elsta starfandi fyrirtæki Reykjavíkur, flutti um helgina á Skúlagötu eftir 85 ára starfsemi við Bergstaðastræti. Þar áður var bakaríið starfrækt á Bernhöftstorfu, allt frá stofnun þess árið 1834. Nú er í sjálfu sér ekki tiltökumál að fyrirtæki flytji á milli staða. En þar sem Bernhöftsbakarí hefur verið við Bergstaðastræti síðan ég man eftir mér, er þó óneitanlega sem þráður slitni til veraldar sem var og því fylgir söknuður. Bakaríinu fylgja góðar óskir um að það blómstri á nýjum stað og veiti borgarbúum áfram þá úrvalsþjónustu sem það hefur verið þekkt fyrir undanfarin 182 ár.
Kjartan Magnússon
Frumkvæði, þekking og reynsla