Kjartan Magnússon hefur unnið að fjölmörgum hagsmunamálum Breiðholts og Seljahverfis í borgarstjórn. Hér eru nokkur þeirra nefnd. Nú gefst kostur á að nýta víðtæka þekkingu og reynslu Kjartans.
- Tillögur um mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og
Bústaðavegar til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð. - Hverfislögreglustöð verði opnuð í Breiðholti að nýju.
- Loftgæðamælingar í Breiðholti.
- Kjartan tók málefni pósthússins í Mjódd upp í borgarstjórn og beitti sér gegn lokun þess.
- Líkamsræktarstöð byggð við Breiðholtslaug.
- Viðhald og endurbætur á húsnæði og lóðum Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla, Ölduselsskóla, Fálkaborgar og Hólaborgar.
- Framhaldsmenntun í eystri hverfum verði efld með nýjum framhaldsskóla eða –deild með bekkjarkerfi.
- Göngu- og hjólreiðabrú yfir Breiðholtsbraut við Suðurfell.
- Félag eldri borgara fái fleiri lóðir til uppbyggingar í Breiðholti.
- Biðsalur Strætó í Mjódd verði opinn farþegum á kvöldin.
- Úrbætur á opnum leiksvæðum, t.d. við Dúfnahóla og Hrafnhóla.