Skip to content

kjartanmagg@gmail.com

Kjartan Magnússon

Frumkvæði, þekking og reynsla

  • Greinar
    • Blaðagreinar
    • Borgarmál
    • Fjölmiðlar
    • Íþróttir
    • Menning
    • Ræskingar
    • Stjórnmál
  • Greinar
    • Blaðagreinar
    • Borgarmál
    • Fjölmiðlar
    • Íþróttir
    • Menning
    • Ræskingar
    • Stjórnmál

Hlutverk Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu björgunarstarfi

febrúar 3, 2014febrúar 24, 2014 Kjartan MagnússonBorgarmál, Stjórnmál

Ástæða er til að þakka finnsku björgunarsveitunum fyrir þátttöku þeirra í hinni umfangsmiklu aðgerð á Faxaflóa, þar sem leitað var að íslenskum sjómönnum er taldir voru í sjávarháska. Skip, þyrlur og flugvélar frá flotum vinaþjóða okkar hafa oft tekið þátt í slíkum aðgerðum hér við land og bjargað mörgum mannslífum. Fyrir nokkrum árum fórst danskur sjóliði við slík björgunarstörf. Enginn veit hvenær þær aðstæður skapast að þörf verður á samhæfðum aðgerðum allra tiltækra björgunarsveita við norðanvert Atlantshaf, t.d. vegna sjóslyss, flugslyss, umhverfisslyss, náttúruhamfara eða jafnvel hryðjuverka. Það segir sig sjálft að við slíkar aðstæður skiptir miklu máli að björgunarsveitirnar, sem í langflestum tilvikum koma frá flota viðkomandi þjóða, hafi æft saman og að öll samskipti gangi greiðlega fyrir sig og séu þaulæfð. Í stað þess að styðja við slíkt samstarf, hafa borgarfulltrúar BF og Samfylkingar lagt stein í götu þess með því að lýsa ítrekað yfir því að varðskip og björgunarvélar erlendra vinaþjóða séu óvelkomin til Reykjavíkur.
Á fundi borgarstjórnar á morgun, þriðjudag, fara fram umræður um hlutverk Reykjavíkur í björgunarstarfi að frumkvæði okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

http://visir.is/tvaer-finnskar-herthyrlur-taka-thatt-i-leitinni/article/2014140209896

Leiðarkerfi færslu

Fyrri: Er þörf á sérstakri þróunarsamvinnustofnun?
Næsta: Hvað kostaði Harpan?

Síðustu færslur

  • Kærar þakkir fyrir gott prófkjör
  • Minnkum báknið – Fækkum borgarfulltrúum
  • Ég bið um 2. sæti

Efnisflokkar

  • Blaðagreinar
  • Borgarmál
  • Fjölmiðlar
  • Hverfi
  • Íþróttir
  • Menning
  • Óflokkað
  • Ræskingar
  • Stjórnmál
Kjartan Magnússon í 2. sætið í Reykjavík 2022