Kjartan Magnússon er fæddur í Reykjavík 5. desember árið 1967. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og las sagnfræði við Háskóla Íslands. Kjartan starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1991-1999 og sinnti þar lengst af fréttum um viðskipti og atvinnulíf.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Kjartan, ásamt börnunum sínum Magnúsi Geir, Oddnýju Áslaugu og Snæfríði.