Skip to content

kjartanmagg@gmail.com

Kjartan Magnússon

Frumkvæði, þekking og reynsla

  • Greinar
    • Blaðagreinar
    • Borgarmál
    • Fjölmiðlar
    • Íþróttir
    • Menning
    • Ræskingar
    • Stjórnmál
  • Greinar
    • Blaðagreinar
    • Borgarmál
    • Fjölmiðlar
    • Íþróttir
    • Menning
    • Ræskingar
    • Stjórnmál

Veggjakrot í Reykjavík

október 22, 2013október 22, 2013 Kjartan MagnússonStjórnmál

Veggjakrot í Reykjavík hefur aukist verulega á undanförnum árum og verða einstaklingar og fyrirtæki fyrir miklu tjóni vegna þess. Mikið kveður að því að krotað sé á veggi íbúðarhúsa, fyrirtækja, grindverk, umferðarmannvirki, listaverk og leiktæki á skólalóðum.

Á síðasta kjörtímabili var efnt til átaks gegn veggjakroti í Reykjavík með góðum árangri. Átakið náði hámarki árið 2008 þegar borgin varði 159 milljónum króna til margvíslegra aðgerða gegn veggjakroti; hreinsunar, forvarna o.fl. Verkefnið lenti síðan undir niðurskurðarhnífnum eins og margt annað en jákvæð áhrif þess vörðu árum saman. Nú hefur veggjakrotið aukist á ný og því er rétt að farið verði út í slíkar markvissar aðgerðir að nýju.

Borgaryfirvöld í Helsinki og Kaupmannahöfn eru talin hafa náð eftirtektarverðum árangri í baráttunni gegn krotvörgum. Sá árangur hvílir á eftirtöldum lykilatriðum: 1. Mála yfir eða má út veggjakrotið sem fyrst. 2. Leggja áherslu á forvarnir og jákvæðan áróður gegn veggjakroti í samstarfi við skóla, íþróttafélög og aðra aðila sem sinna æskulýðsstarfi. 3. Finna umsvifamestu krotvargana og láta þá sæta ábyrgð, t.d. með tiltali, sáttameðferð eða greiðslu skaðabóta.

Á síðasta fundi borgarráðs lögðum við sjálfstæðismenn fram eftirfarandi tillögu: ,,Borgarráð samþykkir að aðgerðir gegn veggjakroti í borginni verði hertar. Auk þess að má út eða mála yfir veggjakrot verði ekki síður lögð áhersla á forvarnarstarf. Þá verði unnið að því að láta krotvarga sæta ábyrgð vegna eignaspjalla.“

Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Leiðarkerfi færslu

Fyrri: Borgarstjóri víkur sér undan ábyrgð
Næsta: Framboðsyfirlýsing

Síðustu færslur

  • Kærar þakkir fyrir gott prófkjör
  • Minnkum báknið – Fækkum borgarfulltrúum
  • Ég bið um 2. sæti

Efnisflokkar

  • Blaðagreinar
  • Borgarmál
  • Fjölmiðlar
  • Hverfi
  • Íþróttir
  • Menning
  • Óflokkað
  • Ræskingar
  • Stjórnmál
Kjartan Magnússon í 2. sætið í Reykjavík 2022